Fréttasafn



23. maí 2019 Almennar fréttir Menntun Nýsköpun

Verksmiðjan verðlaunar þrjú ungmenni fyrir nýsköpun

Vape-skynjari hlaut Nýsköpunarverðlaun Verksmiðjunnar sem voru afhent í gær í Listasafni Reykjavíkur. Það var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem afhenti verðlaunin sem fóru til Birnu Berg Bjarnadóttur en í verðlaun er 10 tíma ráðgjöf hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og 100.000 krónur. 

Matthías Jens Ármann fékk Samfélagsverðlaun Verksmiðjunnar fyrir hugmyndina Teygjó. Það var Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, sem afhenti verðlaunin sem eru 10 tíma ráðgjöf hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og 50.000 kr. Samfélagsverðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skapandi hugmynd sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið. 

Karina Olivia Haji Birkett fékk Umhverfisverðlaun Verksmiðjunnar fyrir hugmyndina Tal-Stafir. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, afhenti verðlaunin sem eru 10 tíma ráðgjöf hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og 50.000 kr. Umhverfisverðlaunin eru veitt framúrskarandi hugmynd sem tekur mið á einn eða annan hátt af umhverfisvænum lausnum þegar kemur að framkvæmd. 

Við afhendingu verðlaunanna spilaði tónlistarmaðurinn Daði Freyr á nýtt hljóðfæri sem hann hefur undanfarna mánuði verið að smíða. 

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks í 8.-10. bekk. Það voru 10 uppfinningar sem kepptu til verðlauna. Verksmiðjan er samstarfsverkefni RÚV, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fab Lab á Íslandi, Rafmennt, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Listasafns Reykjavíkur. 

IMG_0210

IMG_8325

IMG_0185

IMG_0162

IMG_0160