Verri viðskiptakjör ávísun á lakari lífskjör
„Fyrstu viðbrögð eru að þetta eru vonbrigði og mjög alvarleg tíðindi. Með þessu versna viðskiptakjörin okkar og verri viðskiptakjör eru ávísun á lakari lífskjör,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um fyrstu viðbrögð við áformum um hækkun tolla á vörum frá Íslandi til Bandaríkjanna.
Hann segir samtökin vera að greina stöðuna nánar. „Við erum að greina þessar fréttir í augnablikinu. Við vissum hver áformin voru áður, þegar leggja átti 10% tolla, og hvaða vöruflokkar voru þar undir. En við þurfum að átta okkur betur á því hvernig endanleg útfærsla verður,“ segir hann í viðtali við mbl.is.
Aðspurður hvort samtökin hafi fyrir fram séð hverjir gætu orðið verst úti segir Sigurður óvissuna vandamál. „Vandamálið er óvissan. Það hafa verið mjög misvísandi skilaboð varðandi þetta undanfarna mánuði. Því miður búum við enn við mikla óvissu.“
Á vef mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni.
mbl.is, 1. ágúst 2025.