Fréttasafn



6. ágú. 2025 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Verri viðskiptakjör ávísun á lakari lífskjör

„Fyrstu viðbrögð eru að þetta eru von­brigði og mjög al­var­leg tíðindi. Með þessu versna viðskipta­kjör­in okk­ar og verri viðskipta­kjör eru ávís­un á lak­ari lífs­kjör,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, um fyrstu viðbrögð við áform­um um hækk­un tolla á vör­um frá Íslandi til Banda­ríkj­anna.

Hann seg­ir sam­tök­in vera að greina stöðuna nán­ar. „Við erum að greina þess­ar frétt­ir í augna­blik­inu. Við viss­um hver áformin voru áður, þegar leggja átti 10% tolla, og hvaða vöru­flokk­ar voru þar und­ir. En við þurf­um að átta okk­ur bet­ur á því hvernig end­an­leg út­færsla verður,“ seg­ir hann í viðtali við mbl.is.

Aðspurður hvort sam­tök­in hafi fyr­ir fram séð hverj­ir gætu orðið verst úti seg­ir Sig­urður óviss­una vanda­mál. „Vanda­málið er óviss­an. Það hafa verið mjög mis­vís­andi skila­boð varðandi þetta und­an­farna mánuði. Því miður búum við enn við mikla óvissu.“

Á vef mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

mbl.is, 1. ágúst 2025.