Fréttasafn



14. sep. 2021 Almennar fréttir

Við þurfum að byggja upp innviði

Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki, sagði á kosningafundi SI að við þurfum að byggja upp innviði. „Við þurfum raunverulega sama átak og var kallað „New Deal" í Bandaríkjunum. Við þurfum nýjan grænan slíkan samning sem að snýst um að byggja upp innviði.“ Hann sagði það verða náttúrulega innviðir hins opinbera. „Hið opinbera á að búa til innviði sem tryggja lífskjör almennings og tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Þannig að innviðirnir séu ókeypis, vegakerfið sé ókeypis fyrir alla. Til þess að smærri fyrirtæki hafi sama aðgengi að grunninnviðum, fjarskiptum, peninga dreifingu og öllum slíkum innviðum.“

Gunnar Smári sagði það ekki vera fá stórfyrirtæki sem nái að drottna yfir stöðunni eins og hafi hent til dæmis með Amazon og margt af þeim iðnaði sem hafi orðið til á nýfrjálshyggjuárunum. „Eins og í netinu, þar sem eru bara örfá risastór fyrirtæki sem drottna yfir öllu. Það er munurinn á því sem byggðist upp á nýfrjálshyggjuárunum og því sem að byggðist upp á eftirstríðsárunum þar sem að var tryggð mikil samkeppni sem að byggði á virkri þátttöku hins opinbera í atvinnustefnu og innviðauppbyggingu.“

Si_kosningafundur_2021-45Gunnar Smári Egilsson á kosningafundi SI.

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI:

https://vimeo.com/600871564