Fréttasafn



2. feb. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Viðmælandi í útvarpsþætti BBC

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, mun vera meðal þeirra sem sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti BBC sem tekinn verður upp í Tjarnarbíói 7. febrúar og útvarpað 11. febrúar. Um er að ræða útvarpsþáttinn „World Questions“ sem stýrt er af Jonny Dymond. Aðrir sem sitja fyrir svörum eru Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri. 

Á Vísi segir að um sé að ræða einskonar málfund þar sem viðmælendur eru spurðir spurninga sem varpa ljósi á land og þjóð.

Vísir, 31. janúar 2023. 

mbl.is, 8. febrúar 2023.