Fréttasafn



4. sep. 2019 Almennar fréttir

Viðskiptafundur í Höfða

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er meðal þeirra íslensku fulltrúa sem sitja fund utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í Höfða í dag. Á fundinum á að ræða viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna. Fulltrúarnir úr íslensku viðskiptalífi sem sitja fundinn eru:

  • Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
  • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
  • Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Viðskiptablaðið / mbl.is / Vísir,  4. september 2019.