Viðsnúningur í efnahagslífinu fullt tilefni til vaxtalækkunarinnar
Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í hádegisfréttum Bylgjunnar um vaxtalækkun Seðlabankans og segir hann að aðstæður í efnahagslífinu séu gjörbreyttar og við því hafi einfaldlega þurft að bregðast. Sigurður hefði viljað sjá frekari lækkun en sýnir peningastefnunefnd þó skilning þar sem verðbólgan sé enn þrálát. Það hafi í það minnsta verið fullt tilefni til vaxtalækkunar og til þess að draga úr aðhaldi þar sem hagkerfið sé að kólna mjög hratt. „Þar hefur orðið viðsnúningur síðan að peningastefnunefnd kom síðast saman í byrjun október. Horfur eru verri. Það eru áföll, röð áfalla í útflutningsgreinum til að mynda og allt þetta gerir það að verkum að verðbólga mun þá að öllum líkindum hjaðna eða lækka hraðar heldur en áður var spáð.“
Bylgjan, 19. nóvember 2025.

