Fréttasafn



21. feb. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Ljósmyndarafélag Íslands

Viðurkenningar á norrænni ljósmyndasýningu í Hörpu

Í tilefni 95 ára afmælis Ljósmyndarafélags Íslands var opnuð norræn ljósmyndasýning á fyrstu hæð í Hörpu síðastliðinn föstudag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði sýninguna með formlegum hætti auk þess að veita fjórum íslenskum verðlaunahöfum sem eiga myndir á sýningunni viðurkenningar.

Eftirtaldir ljósmyndarar hlutu viðurkenningu:

· Heida HB í flokki landslagsmynda.

· Sigurður Ólafur Sigurðsson í flokka frétta- og heimildamynda.

· Aldís Pálsdóttir í flokki auglýsingamynda.

· Aldís Pálsdóttir í flokki portrettmynda.

Aðrir ljósmyndarar sem eiga mynd á sýningunni eru Agnes Heiða Skúladóttir, Bragi Kort, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Íris Stefánsdóttir og Linda Ólafsdóttir.

Á sýningunni eru 45 verðlaunamyndir frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Efnt var til samkeppni félaga atvinnuljósmyndara í hverju landi. Í dómnefnd fyrir íslensku myndirnar sátu Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Íslensku myndirnar eru frá 8 atvinnuljósmyndurum.

Sýningin sem er opin almenningi á opnunartíma Hörpu stendur fram til fimmtudagsins 3. mars.

Mynd/Rán Bjargar

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðmundur Viðarsson, gjaldkeri Ljósmyndarafélags Íslands, Laufey Magnúsdóttir, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, Aldís Pálsdóttir, vinningshafi, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Heida HB, vinningshafi, Sigurður Ólafur Sigurðsson, vinningshafi, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

RÚV, 18. febrúar 2022.

mbl.is, 19. febrúar 2022.

Morgunblaðið, 19. febrúar 2022.

Nútíminn, 21. febrúar 2022.

Akureyri.net, 23. febrúar 2022.

Tröllli.is, 23. febrúar 2022.