Fréttasafn



1. feb. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar afhentar

Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar verða afhentar á morgun á Grand Hótel, Gullteigi, kl. 8.30-9.45 auk þess sem niðurstöður mælinga verða kynntar. 

Dagskrá
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.

Kl. 8.30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016 Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2016, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

Kl. 8.45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016 veittar Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar, afhendir viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni verða flutt þrjú erindi.

Avis hefur um allan heim innleitt ýmsar mælingar og þá sérstaklega meðmælaskorið (Net Promoter Score). Ófeigur Friðriksson, sölu- og þjónustustjóri Avis á Íslandi mun fjalla um hvernig Avis erlendis og sérstaklega hér heima hafa verið að vinna í sínum sölu- og þjónustumálum og taka dæmi um þau tæki og tól sem hafa nýst þeim til að viðhalda og efla þjónustu og sölu fyrirtækisins.

Þá munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Skráning

Nánar um Íslensku ánægjuvogina.