Vilja að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað í 100%
Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins kalli eftir því í umsögn sinni um hvítbók um húsnæðismál að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verði hækkað úr 35% í 100% til að styðja við framboðshlið húsnæðismarkaðarins.
Í fréttinni segir að ríkisstjórnin hafi lækkaði nýlega umrætt hlutfall úr 60% í 35% og hafi sú breyting tekið gildi um mitt yfirstandandi ár. Fjármálaráðuneytið sagði lækkun hlutfallsins vera til þess fallna að sporna gegn þenslu í hagkerfinu með því að draga úr skattalegum ívilnunum á byggingarmarkaði og áætlaði ráðuneytið að lækkun hlutfallsins hækki byggingarkostnað um nærri 2%.
Í fjárlagafrumvarpi 2024 kemur fram að tekjuáhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins úr 60% í 35% á ríkissjóð á næsta ári séu áætluð um 6 milljarða króna.
Viðskiptablaðið, 14. september 2023.