Vilja ekki galla í mannvirkjum
Rætt er við Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um galla í nýbyggingum. Friðrik segir verktaka leggja mikla áherslu á gæðastarf. Hann segir einn galla vera einum galla of mikið. „Við viljum ekki galla í mannvirkjum og viljum ekki ekki að kaupandi sé að lenda í veseni, hvort sem eignin er ný eða gömul.“
Á vef Vísis er hægt að hlusta á viðtalið við Friðrik.