Fréttasafn



9. okt. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir

Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir. Í síðustu kjarasamningum var ákveðið að styrkja Vinnustaðanámsjóð verulega og hefur verið bætt við 150 milljónum króna í sjóðinn. Sjóðurinn er ætlaður fyrirtækjum og stofnunum sem taka við nemum í iðnnámi eða öðrum námsgreinum á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun eru skilgreindur hluti námsins. Markmið sjóðsins er að hvetja atvinnulífið til að taka á móti nemendum og aðstoða þá við að ljúka nauðsynlegri starfsþjálfun í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla.

Með því að sækja um stuðning frá Vinnustaðanámsjóði geta fyrirtæki stuðlað að fjölgun tækifæra fyrir nema til starfsþjálfunar. Þetta er mikilvægur þáttur í að undirbúa næstu kynslóð fagfólks og stuðla að eflingu vinnustaðanáms á Íslandi. Þeir vinnustaðir sem hafa tekið á móti starfsnemum eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri og sækja um stuðning.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember kl. 15.00.

Á vef Rannís er hægt að sækja um. Einnig er að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á vinnustadanamssjodur@rannis.is.