Fréttasafn



12. nóv. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Vinnustofa um ábyrga notkun á plastumbúðum

Grænvangur og Umhverfisstofnun standa fyrir vinnustofu um val á umhverfisvænni umbúðum og ábyrgari notkun á plasti. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 18.nóvember kl.13-16 í Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35 – salur á fyrstu hæð.

Vinnustofan er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda sem miðar að því að leysa okkur Úr viðjum plastsins. Í vinnustofunni verður farið yfir leiðbeiningar í vinnslu og atvinnulífinu gefið færi á því að koma með uppbyggilega gagnrýni á efnið svo upplýsingagjöfin geti orðið markvissari og réttari.

Leiðbeiningarnar eru unnar af Umhverfisstofnun og markmið þeirra er að auðvelda atvinnulífinu ábyrgari notkun á plastumbúðum, t.d. með því að auðvelda þeim val á plastvörum sem hentar til endurnotkunnar og endurvinnslu. Um leið er tilgangur vinnustofunnar að vekja athygli stjórnenda fyrirtækja á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt.

Hér er hægt að skrá sig á vinnustofuna.