8. jan. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Vinnustofa um vistvænni steypu

Vinnustofa um vistvænni steypu með það að markmiði að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð fer fram fimmtudaginn 11. janúar kl. 13-14.30 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35. Að vinnustofunni standa Steinsteypufélag Íslands, HMS og SI.

Í upphafi fer Guðbjartur Jón Einarsson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, yfir nýlega endurskoðaðan steypukafla byggingarreglugerðarinnar og fulltrúi HMS stuttlega yfir burðarþolsákvæði hennar ásamt þeirri stefnu sem unnið er að í byggingarreglugerð út frá umhverfissjónarmiðum.

Þá verður vinnustofa/opnar umræður til að miðla reynslu og áskoranir í tengslum við notkun á vistvænni steypu til að stuðla að aukinni meðvitund og fræðslu um hana.

Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, er fundarstjóri.

Hér er hægt að skrá sig.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.