Vinnustofur um nútíma skólastarf á starfsdögum í MA
Starfsdagar í Menntaskólanum á Akureyri fóru fram fyrir skömmu þar sem kennarar og stjórnendur tóku þátt í vinnustofum með yfirskriftinni „nútíma skólastarf“ undir stjórn Huldu Birnu Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóra í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.
Í vinnustofunum sem haldnar voru skoðuðu kennarar og starfsfólk leiðir til að nálgast námskrár og kennsluaðferðir á nýjan og skapandi hátt.
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.