Fréttasafn5. okt. 2015 Iðnaður og hugverk

Vodafone til liðs við Samtök iðnaðarins

Á dög­un­um gekk Voda­fo­ne til liðs við Sam­tök iðnaðar­ins en fyr­ir­tækið er fyrsta fjar­skipta­fyr­ir­tækið til að ganga í sam­tök­in.

Und­an­farið hef­ur meðlim­um SI fjölgað mikið og eru þeir nú orðnir tæp­lega 1400 tals­ins. Sam­tök iðnaðar­ins eru stærstu fyr­ir­tækja­sam­tök lands­ins, með þann meg­in til­gang að efla ís­lensk­an iðnað og sam­keppn­is­hæfni hans. 

„Inn­koma Voda­fo­ne í Sam­tök iðnaðar­ins mark­ar áhuga­verð tíma­mót fyr­ir sam­tök­in í heild sinni, því upp­lýs­inga­tækni og fjar­skipti hafa verið okk­ur hug­leik­in,“ seg­ir Alm­ar Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins og bæt­ir við:  „Fjar­skipta­geir­inn á mikla sam­leið með öðrum tækni- og hug­verka­fyr­ir­tækj­um inn­an SI. Það er sókn­ar­færi fólgið í því að fleiri öfl­ug fyr­ir­tæki vilji vinna með okk­ur að því að efla iðn- og tækni­mennt­un, bæta ný­sköp­un­ar­um­hverfi og auka fram­leiðni. Fyr­ir­tækið fer inn í hóp tækni- og hug­verka­fyr­ir­tækja sem oft er flokkaður sem ann­ar iðnaður. Þessi iðnaður afl­ar í dag um 22% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar. Lausn­ir tækni- og hug­verkaiðnaðar­ins eru til hags­bóta í öll­um at­vinnu­grein­um og auka verðmæta­sköp­un og gæði,“ seg­ir Alm­ar.

Stefán Sig­urðsson, for­stjóri Voda­fo­ne tek­ur í sama streng: „Það er spenn­andi fyr­ir okk­ur hjá Voda­fo­ne að ganga til liðs við Sam­tök iðnaðar­ins. Voda­fo­ne veit­ir fjöl­breytta þjón­ustu til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga sem fé­lagið bygg­ir á lands­dekk­andi innviðum. Í slíkri starf­semi er mik­il­vægt að vinna með öfl­ug­um aðila eins og Sam­tök­um iðnaðar­ins að því mark­miði að búa fjar­skipt­um, upp­lýs­inga- og gagna­versiðnaðinum, sem best skil­yrði til áfram­hald­andi vaxt­ar. Við telj­um mik­inn hag í þessu skrefi og hlökk­um til að eiga gott sam­starf um upp­bygg­ingu og sam­eig­in­leg­ar áhersl­ur þess­ara mik­il­vægu vaxt­ar­brodda ís­lensks at­vinnu­lífs inn­an Sam­taka iðnaðar­ins.“

Skap­andi iðnaður í örum vexti

El­ín­rós Lín­dal er viðskipta­stjóri SUT, Sam­taka upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækja inn­an Sam­taka iðnaðar­ins, en eitt af meg­in mark­miðum SUT er að al­menn­ing­ur fái hlut­deild í upp­lýs­inga­tækn­inni og skilji virði henn­ar. „Við vilj­um að horft verði til Íslands þar sem reglu­verk fyr­ir UT iðnaðinn er til fyr­ir­mynd­ar og vilj­um beina sjón­um að því að upp­lýs­inga­tækn­in er skap­andi iðnaður í örum vexti. For­gangs­verk­efni stjórn­ar SUT á þessu ári var að fara yfir til­gang fé­lags­ins og framtíðar­sýn. Að mæla um­fang iðnaðar­ins, meðallaun sem og vöxt og arðsemi,“ seg­ir El­ín­rós. „SUT stefn­ir að því að öll upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæki lands­ins verði meðlim­ir starfs­greina­hóps­ins og er inn­koma Voda­fo­ne í hóp­inn til marks um ár­ang­ur í þeirri stefnu,“ seg­ir hún að lok­um.

Þess má geta að SUT stend­ur fyr­ir mánaðarleg­um stefnu­mót­um í vet­ur und­ir heit­inu Lunch code. Um er að ræða há­degisviðburði sem hugsaðir eru fyr­ir fyr­ir­tæki inn­an SUT og aðra áhuga­sama um upp­lýs­inga­tækni-iðnaðinn eða þau mál­efni sem rædd verða á fund­in­um hverju sinni. Fund­irn­ir eru haldn­ir í Gamla bíó.