Fréttasafn



11. maí 2020 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Yngri ráðgjafar á Instagram

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga eru með virka starfsemi sem felur í sér fræðslu og hagsmunagæslu fyrir yngri ráðgjafarverkfræðinga en ekki síður til að vekja athygli og áhuga á því að mennta sig og starfa sem ráðgjafarverkfræðingur.

Með þetta að leiðarljósi halda Yngri ráðgjafar úti Instagram-síðu sem veitir ekki aðeins yngri ráðgjafarverkfræðingum betra færi á að fylgjast með félagsstarfinu heldur opnar það einnig á aukin tækifæri til að kynna og vekja áhuga á starfi ráðgjafarverkfræðinga. Meðal annars þegar störf ráðgjafarverkfræðinga eru kynnt fyrir nemendum í menntaskóla eða háskóla þá er hægt að benda áhugasömum á að fylgja Yngri ráðgjöfum á Instagram. Á síðunni er lögð áhersla á að kynna þau fjölmörgu og áhugaverðu störf sem ráðgjafarverkfræðingar sinna. Má þar meðal annars nefna að í apríl var heill dagur þar sem ráðgjafarverkfræðingur tók að sér að birta í Instagram-stories myndbönd af hefðbundnum vinnudegi hjá sér og þeim verkefnum sem hann vann að þann daginn.

Myndin hér að ofan er tekin í Noregi þar sem starfsmaður Mannvits var við mælingar vegna endurnýjunar háspennulína. Íslenskir verkfræðingar vinna við alls konar ævintýralegar aðstæður úti um allan heim og þarna er þyrla sem flytur verkfræðingana milli staða til að nýta tímann sem best. 

Hér er hægt að nálgast Instagram-síðu Yngri ráðgjafa:

https://www.instagram.com/yngri_radgjafar/

Mynd-3_1589190769807Ævar og Lilja hjá Mannviti að störfum við mælingar. 

Mynd-2_1589190761306Í nýjasta þætti hlaðvarps Mannvits fjallar Alma Dagbjört um innivist.