Fréttasafn



7. nóv. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Yngri ráðgjafar boða til fyrsta fundar YR

Fyrsti fundur Yngri ráðgjafa, YR, fer fram fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17.00 til 19.00 að Borgartúni 35. Yngri ráðgjafar er ný deild  innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Í YR eru þeir starfsmenn í aðildarfyrirtækjum FRV sem eru yngri en fjörutíu ára.

Dagskrá

  • Arnar Kári, formaður YR og fundarstjóri. Kynning á stjórn YR, markmiðum félagsins og tilgangi.
  • Tryggvi Jónsson, formaður FRV. Kynning á starfsemi FRV. 
  • David Meyer, starfsmaður Foreningen af Rådgivende Ingeniører, FRI, systursamtök FRV í Danmörk. Fjallar um starfsemi Yngri ráðgjafa, Young Professionals, í Danmörku og mikilvægi hópsins innan greinarinnar.     
  • Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá Mannviti. Fjallar um útgáfu skýrslu FRV og SI um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar og kalda jólabjóra. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.