Fréttasafn22. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Yngri ráðgjafar kynna sér umhverfisvænar lausnir

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga heimsóttu nýjar höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir í Hafnarfirði sem eru langt komnar í framkvæmd. Teymi hönnuða og verktaka tók á móti ráðgjöfunum og hélt kynningu um verkefnið frá hönnun til framkvæmda. Fyrir hönd verktaka var það Svanur Daníelsson, verkefnastjóri Glerfell, sem fjallaði um framkvæmdaferlið og fyrir hönd hönnuða var það arkitektinn Sveinn Bjarki Þórarinsson frá Batteríinu sem fjallaði um hönnunarferlið. Mikil áhersla er lögð á umhverfisvænar lausnir í byggingunni og fór Sandra Rán Ásgrímsdóttir frá Mannvit sérstaklega yfir umhverfismálin og BREEAM vottunarferlið sem byggingin er í. Byggingin er um 4.000 fm og 5 hæðir. Þar munu vera skrifstofu- og rannsóknarrými fyrir Hafrannsóknarstofnun auk geymslu, verkstæðis og útgerðaraðstöðu í eldri byggingu. Byggingin er að mestu byggð úr CLT timbureiningum og áhersla lögð á að takmarka kolefnislosun tengdri byggingunni. Í öllu ferlinu hefur markmiðið verið að hanna og í framhaldi byggja í sátt við umhverfið, að ásýnd húsa gæti samsvarað sig við sögu hafnarinnar og nálægðar byggðar.

Hér er hægt að nálgast myndir frá framkvæmdunum í Fornubúðum.

HérMyndband um bygginguna.

Fornubudir-2019-1-

Fornubudir-2019-2-

Fornubudir-2019-3-

Fornubudir-2019-4-