Fréttasafn26. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Yngri ráðgjafar með kynningu fyrir nemendur í HÍ

Fulltrúar Yngri ráðgjafa, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, kynntu störf félagsins fyrir nemendum á fyrsta ári í umhverfis- og byggingaverkfræði í Háskóla Íslands fyrir skömmu. Það voru þau Arnar Kári Hallgrímsson og Sandra Rán Ásgrímsdóttir sem sitja í stjórn Yngri ráðgjafa sem sáu um kynninguna og sögðu meðal annars frá daglegum störfum og samfélagslegri ábyrgð ráðgjafa á verkfræðistofum.

Yngri ráðgjafar leggja áherslu á þrjú málefni sem eru menntun og þjálfun, ímynd og nýliðun og nýsköpun. Hópurinn vinnur náið með sambærilegum félögum á öðrum Norðurlöndum að málefnum sem tengjast menntamálum. Þá má nefna að hópurinn heldur úti síðu á Instagram undir heitinu yngri_radgjafar, þar sem hægt er að fylgjast með þeim.

Fundur-i-HI-november-2018-3-Nemendur á fyrsta ári í umhverfis- og byggingaverkfræði í Háskóla Íslands.

Fundur-i-HI-november-2018-5-Arnar Kári Hallgrímsson sem er í stjórn Yngri ráðgjafa.

Fundur-i-HI-november-2018-6-Sandra Rán Ásgrímsdóttir sem er í stjórn Yngri ráðgjafa.