Fréttasafn



17. apr. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Yngri ráðgjafar með rafræna heimsókn í Hús íslenskunnar

Yngri ráðgjafar Félags ráðgjafarverkfræðinga, YR, standa fyrir „heimsókn“ í Hús íslenskunnar miðvikudaginn 22. apríl kl. 14.30. Um er að ræða rafrænan fjarfund sem er opinn fyrir alla. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk fyrir fundinn. 

Dagskrá:

  • Ólafur Hersisson, arkitekt hjá Hornsteinum, segir frá hönnun hússins og sýnir myndbönd og líkön. Hús íslenskunnar hefur sérstaka stöðu, en það er byggt utan um þjóðardjásnin, íslensku handritin. Að auki var verkefnið eitt af þeim fyrstu hér á landi sem unnin voru að fullu skv. aðferðafræði BIM og eitt af þeim fyrstu sem hönnuð voru með BREEAM vistvottun að markmiði.
  • Ingimundur Þorsteinsson, staðarstjóri hjá Ístak, segir frá framkvæmdum. Uppsteypun hússins stendur nú yfir en burðarvirki hússins er flókið og lögun þess er óhefðbundin. Þá nýtir verktaki einnig BIM í framkvæmdinni.
  • Olga Árnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu Ríkisins, kynnir VÖR hugmyndafræðina. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur verið að þróa svokallað VÖR hugmyndafræði, þar sem lögð er áhersla á markmið og mælanlegan árangur í vistkerfis-, öryggis- og réttindamálum. Hugmyndafræðin og verkferlar tengdir henni eru notuð í byggingu Húss íslenskunnar.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.