Fréttasafn



2. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

YR fengu góðar móttökur hjá CRI og Bláa lóninu

Fyrsta vísindaferð Yngri ráðgjafa, YR, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, var farin síðastliðinn föstudag þegar tvö aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins voru heimsótt. Um var að ræða Carbon Recycling International og rannsóknar- og þróunardeild Bláa lónsins og  fékk hópurinn góðar móttökur á báðum stöðum. 

Hjá CRI tók Matthías Ólafsson, sérfræðingur í sölu- og markaðsmálum, á móti hópnum. Á myndinni hér fyrir neðan er hann annar frá vinstri.

Img_1273

Hjá Bláa lóninu tók á móti þeim Jóhannes E. Valberg, sérfræðingur í rannsóknar- og þróunardeildinni, sem er lengst til vinstri. 

Img_1295

Img_1289

Img_1287

Img_1286