Fréttasafn21. jan. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

15 milljarða samdráttur í útboðum verklegra framkvæmda

Í nýrri greiningu SI kemur fram að samanlagt eru áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári samtals 109 milljarðar sem er 15 milljörðum króna minna en kynnt var á Útboðsþingi SI á síðasta ári. Sá samdráttur er áhyggjuefni að mati Samtaka iðnaðarins. Í greiningunni segir að Samtök iðnaðarins leggi áherslu á mikilvægi þess að fjárfesting í innviðauppbyggingu sé næg og viðhaldi innviða sinnt en með því sé rennt stoðum undir hagvöxt framtíðarinnar. Því telja samtökin mikilvægt að ekki sé dregið úr útboðum opinberra fjárfestinga á sviði innviða. Þvert á móti sé ástæða til að auka útboð fjárfestinga í innviðum og tryggja framgang efnahagslega arðbærra verkefna á því sviði.

Á Útboðsþingi SI kynna fulltrúar 11 opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu.  

Hér er hægt að nálgast greiningu SI.

Utbodsthing-tafla

Fyrirhuguð útboð og fjárfesting 2021 og 2022

Hér er hægt að nálgast upptöku Útboðsþings 2022:

https://vimeo.com/667224582