Fréttasafn



24. apr. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál

98% samþykktu nýja kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022 sem skrifað var undir 3. apríl síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram um samingana meðal aðildarfyrirtækja SA og voru þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta eða 98% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var 74%.

Atkvæðagreiðslan er í samræmi við samþykktir samtakanna, en í þeim segir að heildarkjarasamningar og stefnumarkandi samningar skuli bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan hófst 16. apríl og lauk kl. 11 í dag. 

Á vef SA er hægt að lesa nánar um kjarasamningana.