Fréttasafn23. mar. 2020 Almennar fréttir

Aðalfundi SI frestað

Í samræmi við ákvörðun stjórnar Samtaka iðnaðarins og með hliðsjón af aðstæðum í samfélaginu verður aðalfundi Samtaka iðnaðarins frestað og fer fundurinn rafrænt fram fimmtudaginn 30. apríl kl. 10.00. Iðnþingi SI er frestað til haustsins og er stefnt að því að þingið fari fram í Hörpu föstudaginn 18. september.

Kosning til stjórnar SI hefst þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi eða rúmlega tveimur vikum fyrir aðalfund og stendur yfir til hádegis miðvikudagsins 29. apríl. Í ár er kosið um formann og fimm almenn stjórnarsæti. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um frambjóðendur. 

Frambod-myndir

Framboð til formanns:

  • Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel
  • Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnarformaður Límtré Vírnet og Securitas

Framboð til stjórnar:

  • Arna Arnardóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða
  • Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos
  • Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Össurar
  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International
  • Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Björnsbakarís
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
  • Vignir Steinþór Halldórsson, stjórnarformaður MótX

Í samræmi við lög Samtaka iðnaðarins fara fram rafrænar kosningar og hefur hver félagsaðili atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2019 og hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði. Fái félagsaðili afslátt af félagsgjöldum vegna skilvísra greiðslna reiknast fjárhæð afsláttar jafnframt til atkvæðamagns. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með því að greiða vangoldin félagsgjöld ársins 2019.

Í ár verður kosið í gegnum Þínar síður og verða nánari upplýsingar um fyrirkomulag kosninganna sendar félagsmönnum fljótlega. Eigi síðar en hálfum mánuði fyrir aðalfund verða sendir út atkvæðaseðlar með tölvupósti ásamt leiðbeiningum um tilhögun kosninganna. Sé þess sérstaklega óskað er unnt að senda félagsmanni upplýsingar um kosningu bréflega.