Fréttasafn



21. feb. 2019 Almennar fréttir

Aðalfundur SI í mars

Aðalfundur Samtaka iðnaðarins verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 10 í Kaldalóni í Hörpu. Hér geta félagsmenn skráð sig á aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Framkvæmdastjóri leggur fram til úrskurðar endurskoðaða ársreikninga samtakanna fyrir liðið almanaksár, með athugasemdum endurskoðanda
  • Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
  • Lagabreytingar 
  • Launakjör stjórnar
  • Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda
  • Lýst kjöri í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  • Kjörinn löggiltur endurskoðandi
  • Kosinn kjörstjóri og tveir aðstoðarmenn hans
  • Önnur mál
Hér er hægt að nálgast skjal með lagabreytingartillögum stjórnar SI fyrir Iðnþing 2019. 

Kosningar

Kosningar til stjórnar SI standa yfir. Hér er hægt að kynna sér þá sem eru í framboði.