Fréttasafn



31. jan. 2025 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Aðgerðarleysi í virkjanamálum er samfélaginu dýrkeypt

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sagði í erindi sínu á Útboðsþingi SI  að aðgerðarleysi í virkjanamálum væri samfélaginu dýrkeypt þar sem hækkun raforkuverðs væri veruleg. Hann greindi frá því að fyrirhuguð útboð Landsvirkjunar á síðasta ári hefði átt að vera 100 milljarðar króna en raunin varð 38 milljarðar króna. 

Sigurður kynnti niðurstöður úr nýrri greiningu SI þar sem kemur fram að áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum opinberra verkkaupa nemi 264,2 milljörðum króna. Hann sagði að um væri að ræða nær tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2024 en þau námu 134,5 milljörðum króna. Þrír verkkaupar af tíu boða 90% aukningarinnar, þ.e. Landsvirkjun, Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir og Nýr Landspítali.

Þá sagði Sigurður frá þrískiptingu markaðar mannvirkjaiðnaðar þar sem velta í mannvirkjum atvinnuveganna væri 246 milljarðar króna, velta í íbúðarhúsnæði væri 196 milljarðar króna og velta í opinberum innviðum væri 125 milljarðar króna samkvæmt gögnum Hagstofunnar. 

Hér er hægt að nálgast glærur þingsins. 

Si_utbodsthing_2025_b-12Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.