Fréttasafn11. apr. 2019 Almennar fréttir Menntun

Af hverju ræður hjartað ekki för í námsvali?

Samkvæmt könnun frá árinu 2016 kemur fram að 33-68% framhaldsskólanema líkaði betur við verkleg fög en bókleg fög í grunnskóla, eftir námssviði. Þrátt fyrir það völdu aðeins um 15% nýnema starfsnámssérhæfingu í framhaldsskóla. Við hljótum því að spyrja: Eru kannski fjölmargir framhaldsskólanemar á rangri hillu? Af hverju ræður hjartað ekki för í námsvali? Þetta skrifar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Hún hvetur alla foreldra nemenda í 10. bekk grunnskóla til að vera víðsýna og skoða þá möguleika sem felast í starfsnámi í framhaldsskóla. Hún segir starfsgreinarnar hafa þróast mikið frá frumstæðu handverki fyrri tíma og spanni breitt litróf, allt frá tölvustýrðum verkefnum málm- og véltækni til kökugerðar, tæknibrellna, tölvuleikjagerðar og teiknimyndagerðar.

Í niðurlagi greinar sinnar vitnar Jóhanna Vigdís til Konfúsíusar sem á að hafa sagt: „Finndu starf sem þú elskar og þú munt aldrei vinna dag í þínu lífi.“ Hún segir að í sínum huga séu það mikil sannindi.

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.