Áforma að leggja nýja háhraðagagnastrengi
„Verkefnið mun stuðla að því að Ísland verði einn af lykilstöðum fyrir háþróaðar gervigreindar- og upplýsingatæknilausnir á alþjóðlegum vettvangi og leiða til þess að íslenskur gagnaversiðnaður mun áfram stuðla að útflutningsvexti og tækniþróun á Íslandi.“ Þetta er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra Borealis Data Center og formanni Samtaka gagnavera, í Morgunblaðinu og á mbl.is. En bandaríska fjarskipta- og gagnaversfyrirtækið Modularity og Borealis Data Center hafa gengið til samstarfs um verkefni sem felur í sér að leggja háhraðagagnatengingar neðansjávar fyrir alþjóðlega gagnaflutninga til og frá Íslandi og bjóða upp á gagnaversþjónustu fyrir stór verkefni á sviði gervigreindar.
Í fréttinni kemur fram að Modularity sérhæfir sig meðal annars í þróun öflugra neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja en Borealis Data Center rekur gagnaver hér á landi og í Finnlandi.
mbl.is, 5. september 2024.
Innherji, 5. september 2024.