Fréttasafn11. jan. 2024 Almennar fréttir Efnahagsmál Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Áframhaldandi samdráttur í byggingu nýrra íbúða

Í nýrri greiningu SI kemur fram að verulegur samdráttur í byggingu nýrra íbúða haldi að óbreyttu áfram samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir í eigin reikning. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar reikna þessir stjórnendur með því að byrjað verði á byggingu 699 íbúða hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum samanborið við 986 á síðustu tólf mánuðum. Samdrátturinn er því 29%

Í niðurstöðum könnunarinnar eru skýr skilaboð um að háir vextir dragi úr uppbyggingu íbúða. Um 88% stjórnenda verktakafyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni segja að hækkandi fjármögnunarkostnaður muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingaráform þeirra og leiða til samdráttar. Þetta hefur sérstaklega mikil neikvæð áhrif á stærri uppbyggingarverkefni þar sem allir stjórnendur verktakafyrirtækja sem eru að byggja fleiri en 30 íbúðir svara umræddri spurningu játandi.  

Mynd1_1704959729424

Hér er hægt að nálgast greininguna.Morgunblaðið, 11. janúar 2024.

mbl.is, 11. janúar 2024.

RÚV, 11. janúar 2024.