Alþjóðleg ráðstefna um gagnaversiðnað í Reykjavík
Alþjóðleg ráðstefna um gagnaversiðnað verður haldin á vegum BroadGroup í Hörpu dagana 17.-18. apríl. AtNorth, Borealis Data Center, Farice, Verne og Landsvirkjun eru meðal bakhjarla ráðstefnunnar.
Meðal þátttakanda í dagskrá ráðstefnunnar eru Björn Brynjúlfsson og Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Center, Örn Orrason og Þorvarður Sveinsson hjá Farice og Eva Sóley hjá atNorth.
Hér er hægt að nálgast allar upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.