Arkitektar samþykkja nýjan kjarasamning
Kjarasamningur milli Arkitektafélags Íslands, AÍ, og Samtaka arkitektastofa, SAMARK, sem undirritaður var 16. júní síðastliðinn hefur nú verið samþykktur. Þetta má telja stór tímamót þar sem fyrri samningur arkitekta rann út árið 2014.
Arkitektafélag Íslands hefur verið aðili að Bandalagi háskólamanna, BHM, síðan árið 2014 og ganga því arkitektar að samningi SA og BHM frá árinu 2017 að undanskildum nokkrum umsömdum sérákvæðum og viðaukum. Fyrir arkitekta felur samningurinn m.a. í sér hækkun á mótframlagi í lífeyrissparnaði og breytingu á fyrirkomulagi orlofs.
SAMARK samþykktu samninginn einróma á félagsfundi þann 25. júní þar sem kosningaþátttaka var um 72%. Kosningu hjá AÍ lauk á miðnætti 29. júní og var samningurinn samþykktur með um 93% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var um 31%.
Hér er hægt að nálgast samninginn.