Ársfundur Framleiðsluráðs SI verður í lok október
Ársfundur Framleiðsluráðs SI verður haldinn miðvikudaginn 31. október kl. 13.30-15.00 í Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Dagskrá
- Setning
- Ársskýrsla Framleiðsluráðs SI
- Framleiðsluráð til næstu tveggja ára kynnt
- Starfsumhverfi framleiðslufyrirtækja á Íslandi – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
- Umræður og önnur mál
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Laus sæti í Framleiðsluráði SI
Framleiðsluráð Samtaka iðnaðarins er samstarfsvettvangur framleiðslu- og matvælagreina innan SI. Framleiðsluráð vinnur þvert á hefðbundna skiptingu atvinnugreina. Í ráðinu sitja að jafnaði 6-8 manns. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með Framleiðsluráði SI eru hvattir til að láta vita af því með því að senda póst á netfangið ragnheidur@si.is eða gudrunbj@si.is.