Fréttasafn30. apr. 2020 Almennar fréttir

Ársskýrsla SI 2019

Rafrænum aðalfundi SI, Iðnþingi, lauk rétt í þessu. Á aðalfundinum var fundarstjóri Pétur Guðmundarson. Á fundinum flutti Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, ávarp og lögð var fram skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fór yfir starfsemi síðasta árs. Á fundinum voru lagðir fram reikningar ársins og fjárhagsáætlun 2020. Lýst var kjöri formanns og meðstjórnenda og kjöri í fulltrúaráð SA. Að lokum var ályktun Iðnþings 2020 lögð fram. 

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu SI 2019. 

Forsida_1588240288489