Fréttasafn17. maí 2022 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Átak til að tryggja öryggi við uppsetningu hleðslustöðva

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, og Samtök rafverktaka, SART, hafa sameinast í átaki um að koma skilaboðum á framfæri við kaupendur hleðslustöðva rafbíla um mikilvægi þess að við uppsetningu sé rafmagnsöryggi tryggt og farið að lögum þar um, en samkvæmt lögunum mega einungis löggiltir rafverktakar taka að sér svona verk og ber þeim að tilkynna þau til HMS að þeim loknum. Tilgangurinn með átakinuer að reyna að koma í veg fyrir að þessi gleðilegi atburður sem er að skipta úr bíl sem brennir jarðefnaeldsneyti yfir í rafbíl endi illa, með eldsvoða og/eða slysi. Þar sem rafbílar eru mjög orkufrek „raftæki“ og oft það langorkufrekasta á heimilum hefur hleðsla þeirra í för með sér töluverða straumnotkun sem getur stafað hætta af sé ekki rétt að málum staðið. 

Óskað er eftir því að seljendur hleðslustöðva fyrir rafbíla merki umbúðir þeirra hleðslustöðva sem eru til sölu með þar til gerðum límmiðum sem þeim verða afhentir. 

Limmidi-a-umbudir-hledslustodvaLímmiðinn sem um ræðir og er settur á umbúðir hleðslustöðva.