Átta fá sveinsbréf í blikksmíði
Átta útskrifaðir nemendur fengu afhent sveinsbréf sín í blikksmíði í gær. Fyrirtækið Blikkarinn ehf. sem er í Félagi blikksmiðjueigenda skilaði af sér tveimur nemum, þeim Gísla Árnasyni og Einari Atla Hallgrímssyni. Einar fékk afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi sem Þröstur Hafsteinsson, formaður sveinsprófsnefndar í blikksmíði, afhenti.
Einar Atli Hallgrímsson og Gísli Árnason.