Fréttasafn



12. feb. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Atvinnuleysistryggingasjóður verði lagður niður

Í Morgunblaðinu er fjallað um umsögn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Sam­taka iðnaðar­ins þar sem kemur fram sú skoðun samtakanna að At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður verði lagður niður í nú­ver­andi mynd og annað fyrir­komu­lag fundið. Sjóður­inn sé arf­leifð löngu liðins tíma sem rekja megi til stofn­un­ar hans fyr­ir tæp­um 70 árum. Hann sé rang­lega nefnd­ur sjóður því hann safni ekki fjár­mun­um sem beri vexti og ástæðulaust sé að viðhalda þeim mis­skiln­ingi.

Í Morgunblaðinu segir að tryggingagjaldið sé veigamikill tekjustofn, um 97 milljarðar á greiðslugrunni á fjárlögum yfirstandandi árs, og sé ráðstafað í atvinnuleysisbætur Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóð og til almannatrygginga, m.a. jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Breytingar og sveiflur hafi verið tíðar á umliðnum árum og þegar útgjöld þessara sjóða hafi verið hærri en nemur mörkuðum tekjum af tryggingagjaldinu brúar ríkissjóður bilið af almennri skattheimtu. Sjá megi að gjaldið hafi ekki dugað til að fjármagna lífeyristryggingakerfið. 

SA og SI leggja fram ýmsar tillögur í umsögninni, m.a. að atvinnutryggingagjaldið verði ákveðið til fimm ára í senn og að jöfnunarframlag vegna örorkubyrði verði endurskoðað.

Hér er hægt að lesa umsögnina í heild sinni.

Morgunblaðið / mbl.is, 12. febrúar 2021.