Fréttasafn



3. okt. 2024 Almennar fréttir Menntun

Atvinnulífið tilbúið að vinna að lausnum í menntamálum

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, var meðal frummælenda á menntaþingi sem mennta- og barnamálaráðuneytið stóð fyrir á Hilton Nordica þar sem næstu aðgerðir í menntastefnu til ársins 2030 voru kynntar. Í máli Huldu kom meðal annars fram að atvinnulífið væri tilbúið að vinna að lausnum í menntamálum, setja kennarana og mannauðinn í fyrsta sæti. Hún sagði kennara standa frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar og þarfnist betri aðgengis að námsgögnum og menntatækni. Hún sagði frá því að íslensku menntatæknifyrirtækin Evolites, Atlas Primer og Lerncove væru á lista Holon IQ yfir fimmtíu efnilegustu menntatæknifyrirtækin á Norður- og Eystrasaltslöndunum. 

Þá kom Hulda inn á að til að efla STEAM greinar í grunnskólum sé mikilvægt að tengjast iðn- og tæknifyrirtækjum. Hún sagði að skortur á plássi og fjármagni í iðnnám og verknám hafi leitt til brottfalls og fjölda frávísana. En um 600-1.000 væri vísað frá þegar fleiri þurfi að ljúka iðnnámi. Hulda sagði að könnun sýndi að ráða þurfti 800 rafvirkja á næstu 5 árum og Rafmennt væri með lausn en fengi ekki fjármagn til þess. Einnig að tækni- og hugverkaiðnaður vænti 77% fjölgunar starfsfólks á næstu 5 árum. 

Í lokin spurði Hulda hvort ekki væri of mikið í lagt að hafa menntamálin í fjórum ráðuneytum og hjá öllum sveitarfélögunum. 

Mynd2_1727876707761Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.

IMG_9173