Bein útsending frá alþjóðlegri gagnaversráðstefnu
Alþjóðlega gagnaversráðstefnan, Data Center Forum, er haldin í Grósku í Reykjavík í dag. Yfir 200 þátttakendur eru skráðir á ráðstefnuna. Samhliða henni er sýning með básum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins í Samtökum gagnavera (DCI) og Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja (SUT).
Hér er hægt að nálgast dagskrá ráðstefnunnar.
Hér er hægt að horfa á beina útsendingu frá ráðstefnunni:
https://vimeo.com/event/845174/8951db4048
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, stýrir umræðum.
Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, kynnir dagskrá.