Fréttasafn



19. ágú. 2024 Almennar fréttir Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Beint streymi frá málstofu um íslenskt námsefni

Samtök menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna, mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís, ásamt skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar standa fyrir málstofu með yfirskriftinni Íslenskt námsefni – hvað er til? í dag mánudaginn 19. ágúst kl. 14.00-16.00 í Laugalækjarskóla

Fundarstjóri er Árni Árnason, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Dagskrá

  • Ávarp - Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Námsgögn eru lykillinn - Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ
  • Bókaútgefendur - hornsteinar námsgagnaútgáfu - Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
  • Kennarinn í kennslustofunni - Guðbjörg Íris, kennari í Rimaskóla
  • Heimasaumaðar lausnir framhaldsskólanna - Súsanna Margrét Gestsdóttir, námsbrautarformaður menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands
  • Mikilvægi samfélagslegs frumkvæðis á landsbyggðinni - Huld Hafliðadóttir forstöðukona og stofnandi STEM Húsavík og STEM Ísland
  • Nýsköpun í skólastarfi - Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
  • Gervigreind kennd á íslensku og samræmt námsmat - Héðinn Steingrímsson, stofnandi Skákgreind / Affekta
  • Námsefni til framtíðar - Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
  • Framtíð námsgagnagerðar á Íslandi - Íris E. Gísladóttir, stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja
  • Kl. 16:00 Kaffi og spjall, námsefni til sýnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Á Vísi er hægt að fylgjast með beinu streymi.


Á mbl.is er hægt að fylgjast með beinu streymi.


Stöð 2/Vísir, 19. ágúst 2024.