Fréttasafn



27. nóv. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Bílastæði í Reykjavík fer úr 37 þúsundum í tæpa milljón

Gatnagerðargjöld sem er skattur hefur hækkað mikið hjá átta stærstu sveitarfélögunum og langt umfram almennt verðlag. Fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67% eða 1,8 milljón krónur á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37% og er því hækkun gatnagerðagjalda talsvert umfram þá hækkun. Þetta segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, meðal annars í Bítinu á Bylgjunni þar sem rætt er um mikla hækkun á gatnagerðargjöldum hjá átta stærstu sveitarfélögunum sem kynnt verður á Mannvirkjaþingi SI í dag. 

Þá kemur fram í viðtalinu við Jóhönnu Klöru að gatnagerðargjöld af bílakjöllurum hafi einnig hækkað og þá sérstaklega í Reykjavíkurborg. Hún nefnir dæmi af ef miðað sé við að eitt bílastæði fylgi hverri íbúð þá hafi gatnagerðargjald á hverja íbúð hækkað úr 37 þúsund krónum í 942 þúsund krónur eftir nýlegar breytingar á gjaldskrá borgarinnar. 

Á vef Vísis er hægt að hlusta á viðtalið. 

Bítið á Bylgjunni, 27. nóvember 2025.

Vísir, 27. nóvember 2025.