Fréttasafn



11. jún. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Bræður útskrifast sem rafvirkjameistarar

Í Morgunblaðinu er rætt við bræðurna Jón Ágúst og Halldór Inga Péturssyni sem útskrifuðust frá Rafmennt sem rafvirkjameistarar og pabba þeirra, Pétur H. Halldórsson, sem einnig er rafvirkjameistari og formaður Félags löggiltra rafverktaka. Pétur kom að útskriftinni og fékk að rétta sonum sínum útskriftarskírteinin sín. 

Pétur segir í Morgunblaðinu að það hafi verið ævintýri líkast að fylgjast með þeim feta í hans fótspor og að sögn hans fengu bræðurnir mjög snemma áhuga á rafmagninu og hafi unnið hjá honum frá því að þeir voru ungir drengir. Þá kemur fram að bræðurnir tveir hafi farið í gegnum námið saman ásamt því að vinna í fyrirtækinu, Raftækjasölunni, sem sé fjölskyldufyrirtæki í eigu pabba þeirra en bræðurnir séu meðeigendur. 

Morgunblaðið, 10. júní 2024.

Morgunbladid-10-06-2024