Fréttasafn10. mar. 2015 Lögfræðileg málefni

Eftirlit með flutningum - Óþarfa frumvarp

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um eftirlit með farmflutningum. Telja samtökin engan ávinning af frumvarpinu og til þess eins fallið að auka umstang og auka kostnað. Skora samtökin á Alþingi að afgreiða ekki frumvarpið. Undanskilin eru í frumvarpinu farmflutning í eigin þágu og í atvinnuskyni. Bílar bera ekki með sér hvort þeir eru í eigu verktaka „sem starfar við annarskonar verktöku en flutningaþjónustu“ eða ekki. Eftirlitið mun því beinast að öllum flutningum og verður því bæði ómarkvisst og dýrt jafnt þeim sem undir það falla og hinum sem verða fyrir eftirliti án þess að starfsemin sé eftirlitsskyld.

 Ekkert kemur fram hvaða vanda frumvarpinu er ætlað að leysa.

  Hér er umsögn SI/SA í heild sinni.