Fréttasafn



21. sep. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Einnig viðurkenning fyrir fagmennsku greinarinnar

Sigurður Már Guðjónsson, eigandi Bernhöftsbakarís og formaður Landssambands bakarameistara, var fyrir skömmu valinn kökugerðarmaður ársins af alþjóðasamtökum bakara og kökugerðarmanna, UIBC – International Union of Bakers and Confectioners. Af því tilefni mættu fulltrúar Samtaka iðnaðarins í bakaríið til Sigurðar til að óska honum til hamingju með heiðurinn og færa honum blóm.

Þessi viðurkenning telst til æðstu viðurkenninga í heimi kökugerðar. Valið telst því mikill heiður fyrir Sigurð Má en jafnframt er það mikil viðurkenning á fagmennsku sem er í greininni á Íslandi og beinir kastljósinu að því sem vel er gert á því sviði.

Landssamband bakarameistar var stofnað 1958 og telst því með einni elstu iðngrein hér á landi. Innan sambandsins eru bakarameistarar og fyrirtæki í brauð- og kökugerð.

Mynd/BIG

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Sigurður Már Guðjónsson, eigandi Bernhöftsbakarís og formaður Landssambands bakarameistara, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.