Fréttasafn22. apr. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Einungis ríflega 1.000 íbúðir á byggingarhæfum lóðum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, ræddu um lóðaframboð í Reykjavík við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni. Samtök iðnaðarins segja upplýsingaóreiðu einkenna framsetningu borgarinnar um lóðaframboð. Sigurður segir að langtum færri lóðir séu byggingarhæfar en upplýsingar borgarinnar gefi til kynna. Samkvæmt upplýsingum borgarinnar sé pláss fyrir 2.800 íbúðir á byggingarhæfum lóðum en raunin sé að þær séu einungis ríflega 1.000. Hann segir meðal annars að verktakar veigri sér við að byggja í Reykjavík, þeir vilji frekar byggja í öðrum sveitarfélögum. 

Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Vísir, 21. apríl 2024.

Bylgjan-21-04-2024Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurður Hannesson.

Eyjan, 22. apríl 2024.

Viljinn, 22. apríl 2024.