Endurkjörin formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja
Íris E. Gísladóttir, stofnandi og rekstrarstjóri Evolytes, var endurkjörin formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja (Icelandic EdTech Industry - IEI) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Í stjórn voru einnig kjörin Ásta Olga Magnúsdóttir, verkefnastjóri Astrid hjá Gagarín, og Guðmundur Axelsson, tæknistjóri Beedle. Þá voru Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, og Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri InfoMentor, kjörin varamenn stjórnar. Fyrir í stjórn sitja Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer, og Helgi Sigurður Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Beanfee.
IEI voru stofnuð fyrir ári síðan en markmið samtakanna er að auka nýtingu á menntatækni í samfélaginu, ungu fólki, kennurum og atvinnulífinu til heilla. Á fundinum kom fram mikil ánægja með starfsárið en mikill áhugi hefur verið á skilaboðum samtakanna. Einnig kom fram að innleiðing menntatækni hafi mikil tækifæri í för með sér en fyrirtæki í menntatækni hér á landi standi frammi fyrir meiri hindrunum en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar og að samtökin vilja vekja máls á þessum hindrunum, tækifærum til úrbóta og áhrifum þess á menntakerfið.
Hér er hægt að nálgast ársskýrslu IEI 2022-2023.