Fréttasafn



18. des. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Endurkjörin stjórn Félags rafeindatæknifyrirtækja

Stjórn Félags rafeindatæknifyrirtækja var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins 8. desember. Í stjórn félagsins eru Hjörtur Árnason formaðður, Guðni Einarsson varaformaður, og meðstjórnendur eru Gunnar Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson og Vilmundur Sigurðsson. Varamaður er Guðmundur Ragnarsson. 

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa sagði Hjörtur Árnason frá heimsókn í Iðnskólann ZBC í Ringsted Danmörku í byrjun desember ásamt starfsmönnum Rafmenntar þeim Þór Pálssyni og Rúnari Sigurði Sigurjónssyni, Hauki Eiríkssyni frá VMA og Andra Jóhannessyni frá RSÍ. Auk skólans í Ringsted rekur ZBC 8 aðra skóla á Sjálandi , í Faxe, Holbæk, Kalundborg, Köge, Næstved, Ringsted, Roskilde, Slagelse og Vordingborg. Athygli vakti hvað nemar og kennarar búa að öflugum tækjakosti í nýbyggðu skólahúsnæði.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Hjörtur Árnason, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson og Guðni Einarsson.

20231208_103450

20231208_114905