Fréttasafn13. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök gagnavera

Endurkjörinn formaður Samtaka gagnavera

Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, var endurkjörinn formaður Samtaka gagnavera, DCI, á aðalfundi samtakanna sem haldinn var 8. nóvember sl. Helgi Helgason, Verne Global og Birkir Marteinsson, Sýn, voru endurkjörnir sem stjórnarmenn. Erling Freyr Guðmundsson, atNorth, var kosinn nýr inn í stjórn.

Samtök gagnavera vinna að stefnu og hagsmunum rekstraraðila gagnavera hér á landi. Samtökin beita sér fyrir því að hérlendis sé samkeppnishæft lagaumhverfi og bættu starfsumhverfi sem og að byggja upp ímynd Íslands sem ákjósanlegt land til varðveislu gagna og reksturs gagnavera. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um gagnaversiðnað á Íslandi.