Fréttasafn



3. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Erindi um örugga vinnustaði á Nordic Game

Þorgeir Frímann Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games og formaður Samtaka leikjaframleiðenda, hélt erindi um örugga vinnustaði á norrænu leikjaráðstefnunni Nordic Game í vor. Óskað var eftir erindi frá Samtökum leikjaframleiðenda, IGI, í kjölfar þess að samtökin gáfu út sáttmála um örugga vinnustaði ásamt Game Makers Iceland og Rafíþróttasambandi Íslands haustið 2021. Í erindi sínu fjallaði Þorgeir um ávinninginn af því að vera með stuðningsríkt vinnuumhverfi, skýra viðbragðsáætlun ef upp koma eineltis-, kynferðisbrota- eða áreitnimál. 

Erindið hefur nú verið birt og hægt að nálgast hér:

https://vimeo.com/749866138