6. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Félag blikksmiðjueigenda með aðalfund í Borgarnesi

Góð mæting var á aðalfund Félags blikksmiðjueigenda, FBE, sem haldinn var í Borgarnesi á Hótel B59 síðastliðinn föstudag en þar voru yfir 90% félagsmanna. Stjórnina skipa, talið frá vinstri, Stefán Þ. Lúðvíksson, Hallgrímur Atlason, Bjargmundur Björgvinsson, Sævar Kristjánsson, Sigurrós Erlendsdóttir, Sævar Jónsson, formaður FBE, og Ágúst Páll Sumarliðason. Sigurrós, Sævar og Bjargmundur sem lokið höfðu kjörtímabili sínu voru endurkjörin.

Eftir aðalfundinn snæddu fundargestir og makar á Landnámssetrinu og að því loknu var haldið á Söguloftið þar sem Grettissaga Einars Kárasonar var á dagskrá. Á laugardaginn fór hópurinn í hellinn Víðgelmi og að hellaskoðun lokinni var komið við á veitingastaðnum Krauma við Deildartunguhver þar sem snæddur var hádegisverður. Um kvöldið hélt félagið árshátíð á hótelinu sem lauk á stórdansleik með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar.

Hellaskodun-FBEFélagsmenn skoðuðu hellinn Víðgelmi.

20190503_223436Söguloftið þar sem Grettissaga Einars Kárasonar var á dagskrá.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.