Félag pípulagningameistara heimsækir Set
Félag pípulagningameistara efndi fyrir skömmu til ferðar á Selfoss þar sem fyrirtækið Set var heimsótt. Auk þess að heimsækja Set bæði í vöruhús fyrirtækisins í Klettagörðum í Reykjavík og skrifstofu og framleiðslu á Eyrarvegi á Selfossi, skoðuðu félagsmenn Skyrsafnið í miðbæ Selfoss þar sem Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, tók á móti hópnum. Að því loknu var boðið til hátíðarkvöldverðar hjá Set.